Sláttumenn dauðans.

Ein af plágum sumars og nábýlis eru garðsláttumenn sem ekki mega grænt strá sjá án þess  að ráðast til atlögu við það  með stórvirkum gereyðingartólum. Sláttufíkn eða ofvirkni er talsvert útbreidd og klögumál, sem af því spretta nokkuð tíð.  Menn verða að gæta hófs og sýna tillitssemi í garðslætti eins og öðrum athöfnum, sem geta plagað nágranna. En sumir vaxa aldrei úr grasi í því efni.

Lesa Meira

Margt býr í grenndinni.

Ónæði í óteljandi myndum. 
Algengt er að ágreiningur rísi um hagnýtingar- og athafnfrelsi fasteignareigenda  andspænis og friðar- og næðisrétt þeirra sem í nágrenninu búa.  Hvað má og hvað má ekki, hvað verður granni að þola og hvað ekki? Umdeild hagnýting og ónæði getur falist í mörgu og misjöfnu og ónæðið sömuleiðis.  Má nefna byggingaframkvæmdir, hávaða reyk, vatn, titring, óþef, sóðaskap sjónmengun, loftmengun, ljósagang, uppgröft , jarðrask trjágróður, girðingar og tilfæringar á lóðamörkum. Deilur um trjágróðri er tíður og oft illvígur, einkum asparmálin enda má með sanni segja að aspirnar séu ört vaxandi vandamál.

Lesa Meira

Deilt og drottnað í fábýli.

Borist hefur fyrirspurn frá eiganda íbúðar í fjórbýlishúsi varðandi töku ákvarðana um sameiginleg málefni og starfsemi húsfélagsins. Bendir hann á að ákvarðanataka um sameiginleg mál fari ekki fram á húsfundum. Fundarhöld séu fátíð og samráð í skötulíki.   Gjaldkerinn fari að eins og  einræðisherra og ákveði og framkvæmi á eigin spýtur án þess að spyrja kóng eða prest. Hann skammti sér ríflega þóknun fyrir störf sín á samráðs við sameigendur sína. Yfirleitt standi aðrir eigendur frammi fyrir orðnum hlut. Þeir láta flest yfir sig ganga og lúffi í stóru og smáu. 

Lesa Meira

Einangrun þaks

Ég á risíbúð í gömlu fjórbýli þar sem einangrun þaks er mjög ábótavant. Flestum í húsinu finnst orkureikningar háir og vilja láta lagfæra þetta.  Ég er svo sem alveg sammála því en ég er ekki tilbúin að bera þennan kostnað einn. Ekki eru allir sammála um hvort þetta sé mál húsfélagsins eða eingöngu á ábyrgð risíbúðar. Hvaða reglur gilda um þetta ?

Lesa Meira

Svalir – sólskálar – gluggar

Spurt og svarað, pistill í DV.

Ég bý í fjórbýli og svalarhandrið mitt er brotið.  Einnig er sprunga á gólfi svala sem nær í gegn og farið er að leka niður á næstu hæð. Eigandi neðri hæðar telur þetta vera á mína ábyrgð.  Hvað er hið rétta í málinu.

Lesa Meira

Skólp – Sólskyggni – Trjágróður

Spurt og svarað pistill DV.

Ég bý á efstu hæð í fjölbýli og nú virðist sem skólplögn hafi brotnað og brjóta þurfi upp allt gólfið í einni kjallaraíbúð í húsinu. Er þetta sameiginlegur kostnaður allra, kostnaður sumra, þ.e. tveggja íbúða í kjallara, eða einkamál eiganda íbúðarinnar.

Lesa Meira

Gervihnattadiskar og íslenska á húsfundum.

DV hafa borist fyrirspurnir um gervihnattadiska, m.a. frá nýbúum sem vilja geta fylgst með sjónvarpsfréttum að heiman. Þeir líta á diskanna sem þarfaþing og gleðigjafa meðan aðrir finna þeim flest til foráttu og telja þá húslýti, svona líkt og skeggbrodda í andlíti fagurrar konu Diskar leysa miklar tilfinningar úr læðingi og deilur vegna þeirra verða oft harðvítugar. Einnig spyrja nýbúar hvort húsfélagi sé ekki  skylt til að útvega og greiða fyrir túlk fyrir þá á húsfundum.

Lesa Meira

Kostnaðarskipting í fjöleignarhúsum.

Fjöleignarhús.
Fjöleignarhús eru hús sem skiptast í séreignir í eigu fleiri en eins aðila og í sameign allra eða sumra. Þau geta verið mjög mismunandi að stærð eðli og gerð. Fjöleignarhús geta verið fjölbýlishús með íbúðum eingöngu, blandað húsnæði og húsnæði til annars en íbúðar. Fjöleignarhús geta verið frá tvíbýlishúsum upp í stórhýsi með tugum og jafnvel hundruðum eignarhluta.

Lesa Meira

Verkskyldur og greiðsluskylda.

Að þessu sinni er umfjöllunarefnið verkskyldur sem hvíla á íbúðareigendum í fjöleignarhúsum og greiðsluskylda á hlutdeild í sameiginlegum kostnaði en fyrirspurnir hafa borist DV um þessi atriði. 

Lesa Meira

Bílskúrshurðar, tryggingar og þvottahús.

Guðbjörg Matthíasdóttir lögfræðingur Húseigendafélagsins svarar hér nokkrum fyrirspurnum lesenda.

Lesa Meira

Óðar aspir og lóðamörk.

Borist hafa fyrirspurnir viðvíkjandi réttarstöðu og samskipti eigenda aðliggjandi lóða og þá sér í sér í lagi um aspir og frágang  lóðamörkum.  

Lesa Meira

Landvinningar, dyrasímar og sérmerking bílastæða

Guðbjörg Matthíasdóttir lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu svarar hér þremur fyrirspurnum sem borist hafa DV.

Meðeigendur mínir hafa leyfi fyrir hundi en hafa stúkað sameiginlega lóð okkar af með léttri hundagirðingu þannig að þau taka í raun stóran hluta garðsins til einkanota. Mega þau þetta. Geta þau fengið einhvern meiri rétt ef við gerum ekkert í þessu ?

Lesa Meira

Húsfundir og framkvæmdir.

Tími aðalfunda.
Nú brostinn á tími aðalfunda í húsfélögum  fjöleignarhúsa sem halda ber  fyrir lok apríl. Á aðalfundum er vélað um mikla hagsmuni eigenda og húsfélaga. Gjarnan eru teknar ákvarðanir um þýðingarmikil mál og framkvæmdir sem hafa í för með sér miklar skuldbindingar og fjárútlát. 

Lesa Meira

Skötustækja.

Nú brestur brátt á með skötusuðu og skötuáti sem nær hæstum hæðum á Þorláksmessu og er eitur í nösum þorra fólks.  Spurt er hvort þessum ófögnuði í skötulíki megi ekki úthýsa úr mannabústöðum. Menn þrá gamla, góða, jólailminn af eplum, appelsínum, kanil, negul og barri, sem skötustækjan  drepur. Annað veifið koma upp mál út af óþef frá íbúðum í fjölbýlishúsum. Stundum hefur fólk mánuðum og árum saman fyllt íbúðir sínar af sorpi og úrgangi. Slíku fylgir ferleg lykt sem þó er hátíð og sem ljúfur ilmur miðað við skötustækju sem er allra lykta verst.

Lesa Meira

Hljóð sem segja sex.

Eigendum fjöleignarhúsa er skylt að haga hagnýtingu sinni og umgengni þannig að aðrir í húsinu verði ekki fyrir meiri ama, ónæði og óþægindum en óhjákvæmileg er og venjulegt í sambærilegum húsum. Í flestum tilvikum lukkast sambýlið til með ágætum. Hin nauðsynlegu gildi, tillitssemi og umburðalyndi, eru í heiðri höfð hjá flestum.

Lesa Meira

Stjórnir húsfélaga.

Í fjöleignarhúsum með sjö eignarhlutum eða fleiri skal vera stjórn sem kjörin er á aðalfundi. Í minni fjöleignarhúsum er ekki skylt að hafa stjórn og halda eigendur þá saman um stjórnartauma. Stjórnin er að jafnaði skipuð þremur mönnum og er einn þeirra formaður.  Hér verður stuttlega gerð grein fyrir skyldum, heimildum, verkefnum og valdi stjórnar í húsfélagi.

Lesa Meira

Framkvæmdagleði með hávaða og látum.

Algengt er að kaupendur íbúða í fjöleignarhúsum fari á flug, umturni þeim og endurbyggi. Slíkt veldur sambýlisfólkinu ónæði og raskar ró þess og heimilisfriði.  Stundum er þetta Sagan endalausa og  framkvæmdir spanna langan tíma. Oft er barið, mölvað, sagað og borað á öllum tímum. Slæm umgengni um sameignina er gjarnan fylgifiskur. Eru dæmi um illvígar deilur og stríðsásand  og að íbúðareigendur hafa  flúið hús þegar verst hefur látið. Menn nota jafnvel sleggjur og múrbrjóta til tjáskipta.  Þegar framkvæmdagleðin gengur af göflum eru góð ráð dýr. Hún er oft stjórnlaus, illviðráðanleg og illkynja í þokkabót. Sáttfýsi, sanngirni, málamiðlun, tillitssemi, skilningur og umburðalyndi eru þau bönd sem hún verður hamin í og tamin.. 

Lesa Meira

Grannar í gíslingu.

Það færist í vöxt að dópistar og glæpahyski hreiðri um sig í friðsælum húsum og hverfum. Hús sem áður hýstu sómakært fólk verða á einni nóttu athvarf ofbeldismanna og gæfuleysingja. Málum vegna dópgrenja fer fjölgandi þar sem eiturlyf, brennivín, ofbeldi og ranghugmyndir mynda háskalega blöndu. Friðarspillar fara sínu fram með ónæði, yfirgangi, ofbeldi, spellvirkjum og hótunum og skeyta engu um líf og velferð sambýlisfólksins.. Sóðaskapur er yfirgengilegur og skemmdarverk daglegt brauð. Sprautur og pillur eins og hráviði fyrir fótum barna. Þeir sem kvarta fá fyrir ferðina. Fólk upplifir sig bjargarlaust í gíslingu og spyr hvað sé til ráða. 

Lesa Meira

Þegar fjölgar í húsi

Í þeirri þenslu sem hefur verið á fasteignamarkaði og þeirri miklu aukningu erlends vinnuafls hér á landi á fáum árum hefur það komið fyrir í einhverjum tilvikum að húsnæði er gjörnýtt til búsetu ef svo má segja.  Í sumum tilvikum hefur húsnæði verið skipt upp í minni einingar og síðan leigt út en í öðrum tilvikum hefur fjöldi íbúa í einni íbúð farið langt yfir það sem venjulegt má telja tíðkist um íbúðir að sambærileg stærð og gerð.

Lesa Meira

Bombur í bakgarðinum.

Í tilefni og framhaldi forsíðufréttar í 24 Stundum í gær um sprengiveislu í Meðalholti má benda á eftirfarandi.

Lesa Meira