Ábyrgð og skyldur fasteignasala við sölu á íbúðum í fjöleignarhúsum

Þjóðarauður Íslendinga er að stórum hluta falinn í fasteignum og oftast er aleiga fólks undir í viðskiptum um slíkar eignir.  Samningar um fasteignakaup eru þeir algengustu og þýðingarmestu sem venjulegt fólk gerir sín á milli og því er afar brýnt að viðskipti með fasteignir hvíli á traustum grunni.
Í lögum eru fjölmörg ákvæði sem leggja skyldur á fasteignasala og starfsmenn þeirra og er mikilvægt að farið sé í hvítvetna eftir þeim reglum.  Nokkrar af þessum reglum lúta sérstaklega að skyldu fasteignasala til að sjá til þess að fyrir kaupsamning liggi fyrir upplýsingar um stöðu íbúðar í fjöleignarhúsi gagnvart hússjóði og húsfélagi og verður farið fáum orðum um þær í grein þessari og reifaður nýr dómur Hæstaréttar. 

Lesa Meira

Gróður á lóðarmörkum

Húseigendafélagið hefur á undanförnum vikum fengið margar fyrirspurnir um réttarstöðu eigenda fasteigna vegna gróðurs á lóðarmörkum. Ýmis vandamál geta skapast vegna slíks gróðurs og er aðallega um að ræða vandamál vegna apa.  
Því er nú einu sinni þannig farið að hávaxin tré geta verið einum til blessunar og öðrum til bölvunar.  Þannig geta tré sem eru einum til skjóls byrgt útsýni og sólu fyrir öðrum.  Dæmi eru einnig um að tré slúti yfir bílastæði og af þeim falli límkenndur vökvi, t.d. á bifreiðar sem undir þeim standa eða að trjágreinarnar hreinlega rispi bíla, sem leið eiga um.  Jafnframt eru þess dæmi að rótarkerfi trjáa hafi valdið skaða á frárennslislögnum húsa, stéttum og malbiki.  

Lesa Meira

Grillað í fjölbýlishúsum

Nú er sá tími ársins sem menn taka fram grillið og hafa starfsmenn Húseigendafélagsins fengið nokkrar fyrirspurnir er varða heimildir fólks í fjöleignarhúsum til að grilla.  Óhætt er að fullyrða að grilltíminn sé mörgum til mikillar ánægju og yndisauka en hins vegar eru þeir nokkrir sem telja slíka tilburði eingöngu valda ónæði og óþægindum.  Í greinarkorni þessu er leitast við að varpa ljósi á hver réttur fólks er í þessu efni. 

Lesa Meira

Hljóðfæraleikur í fjölbýli

Húseigendafélaginu berast fjölmargar fyrirspurnir um hvaða reglur gildi um heimildir eigenda til hljóðfæraleiks í fjöleignarhúsum, s.s. á hvaða tímum sé heimilt að leika á hljóðfæri, hvort heimilt sé að reka hljóðfærakennslu í fjöleignarhúsum og að hvaða marki eigendur verði að þola slíka iðkun annarra eigenda. 

Lesa Meira

Lóðin mín og lóðin þín

Nú er sá tími kominn að fólk er að skríða undan vetrinum og farið að huga að fjölmörgum hlutum er varða framkvæmdir á  lóðum og utanhússframkvæmdir almennt til að undirbúa vorið og sumarið. Húseigendafélagið fær fjölmargar fyrirrspurnir þessu tengt inn á borð til sín.  Í greinarkorni þessu verður farið nokkrum orðum um þau meginatriði sem eigendur í fjöleignarhúsum þurfa að huga að við framkvæmdir á lóðum.

Lesa Meira

Húsfélag vanrækir viðhald

Sú meginregla gildir í fjöleignarhúsum að allar sameiginlegar ákvarðanir eigenda ber að taka á löglega boðuðum húsfundi samkvæmt fjöleignarhúsalögunum.  Lögin mæla þó fyrir um undantekningu frá þessari meginreglu en samkvæmt henni er einstökum eigendum heimilt að grípa til einhliða ráðstafana í vissum tilvikum.  Nánar tiltekið getur eigandi látið framkvæma nauðsynlegar viðgerðir á sameign á kostnað allra, ef hún eða séreignarhlutar liggja undir skemmdum vegna vanrækslu á viðhaldi og húsfélagið eða aðrir eigendur hafa ekki, þrátt fyrir tilmæli og áskoranir, fengist til samvinnu og til að hefjast handa í því efni.  

Lesa Meira

Uppsögn leigusamnings

Húsaleigulög gilda um leigusamninga um afnot af húsi eða hluta af húsi gegn endurgjaldi hvort sem um er að ræða íbúðarhúsnæði eða atvinnuhúsnæði. 
Hér verður farið fáum orðum um uppsagnarfresti og hvernig standa beri að uppsögn leigusamninga.

Lesa Meira

Langþráð lög

Þjóðarauður Íslendinga er að stórum hluta falinn í fasteignum og oftast er aleiga fólks undir í viðskiptum um slíkar eignir.  Samningar um fasteignakaup eru þeir algengustu og þýðingarmestu sem venjulegt fólk gerir sín á milli og því er afar brýnt að viðskipti með fasteignir hvíli á traustum grunni.

Lesa Meira

Skaðabótaábyrgð húsfélags og húseigenda

Húsfélög og eigendur fasteigna geta orðið skaðabótaskyld gagnvart öðrum eigendum og afnotahöfum fjöleignarhúss vegna fjártjóns sem verður á eignum þeirra vegna vanrækslu, mistaka eða bilunar í búnaði eða lögnum.

Lesa Meira

Ákvarðanataka í fjöleignarhúsum

Í lögum um fjöleignarhús getur að líta ítarlegar reglur um vald og heimildir húsfélaga til að taka ákvarðanir um ýmis mál sem eru bindandi fyrir eigendur.  Meginregla laganna er sú að einfaldur meirihluti eigenda geti tekið ákvarðanir um málefni fjöleignarhúss á löglega boðuðum húsfundi.  Það sama er uppi á teningnum með þessa meginreglu og aðrar meginreglur að á henni eru mjög víðtækar og veigamiklar undantekningar sem taldar eru upp í lögunum.  Undantekningar þessar ber að skoða sem tæmandi talningu og eins ber í samræmi við almenn lögskýringarsjónarmið að túlka þær þröngt með hliðsjón af meginreglunni.

Lesa Meira