Hvernig virkar ferlið?

Þegar húsfundaþjónustan er pöntuð er byrjað á því að bóka viðkomandi í undirbúningsfund hjá lögfræðingi félagsins á skrifstofu Húseigendafélagsins.

Á undirbúningsfundinum er meðal annars farið yfir hvort um sé að ræða aðalfund eða almennan húsfund, hvaða málefni verða á dagskrá á fundarboði, tillögur útfærðar, almenn lögfræðileg ráðgjöf um málefni fundarins, fundartími og fundarstaður ákveðinn og aðstoð við gagnaöflun og boðun fundarins.

Þegar húsfundarþjónustan er pöntuð af hálfu stjórn húsfélags er æskilegt að ekki fleiri en þrír stjórnarmeðlimir mæti á undirbúningsfundinn.

Gjaldskrá:

Grunngjald fyrir húsfundaþjónustu Húseigendafélagsins er a.m.k. 85.000 kr. -. Innifalinn er undirbúningur fundar (undirbúningsfundur og gerð fundarboðs) (verð 28.000 kr.-), fundarstjórn lögmanns (verð 35.000 kr.-) og fundarritun (verð 22.000 kr.-). Framangreint verð er miðað við að húsfélagið sé í Húseigendafélaginu eða samþykki tillögu um inngöngu í félagið á fundinum sjálfum. Önnur húsfélög greiða tvöfalt verð.

Miðað er við að undirbúningur fundar taki ekki lengri tíma en 1,5 klukkustund. Ef undirbúningur fundarins tekur lengri tíma áskilur Húseigendafélagið sér rétt til þess að hækka verðið fyrir hann, sbr. gjaldskrá félagsins.

Verð fyrir fundarstjórn og fundarritun miðast við að húsfundurinn sé ekki lengri en tvær klukkustundir og tekur fundarstjórnin mið af því. Takist ekki að ljúka fundinum innan þess tíma er innheimt tímagjald eftir tveggja klukkustunda markið. Á hið sama við um vinnu og skil fundargerðar þegar fundi er lokið. 

Sé húsfundurinn haldinn utan höfuðborgarsvæðisins er tekið gjald fyrir akstur fundarstjóra og ritara á fundinn og til baka. Upplýsingar um fjárhæðir má nálgast á skrifstofu félagsins.

Það er skilyrði af hálfu Húseigendafélagsins að valið sé hentugt húsnæði undir húsfundinn. Almennt kemur ekki til greina að halda húsfundi inn í íbúðum einstakra eigenda. Húseigendafélagið getur haft milligöngu um að útvega heppilega fundaraðstöðu á hagstæðu verði. Sjái fundarboðandi sjálfur um að útvega húsnæði ber hann ábyrgð á því að húsnæði tilbúð til notkunar þegar fundurinn hefst. Gæta þarf að því að sæti séu nægilega mörg, að fundarstjóri og fundarritari hafi borð, stóla og aðgang að rafmagni og að aðstæður séu viðunandi að öðru leyti.