Dómur Hæstaréttar nr. 192/2015 - Viðgerðir í séreignarhluta

Nýlega féll dómur þar sem niðurstaðan var sú að íbúðareiganda var skylt að veita verktaka óhindraðan aðgang að séreignarhluta sínum í því skyni að skipta um glugga til að koma í veg fyrir áframhaldandi leka og skemmdir á íbúð fyrir neðan.

H höfðar mál gegn W og krafðist þess að því verði með beinni aðfarargerð veitt heimild til þess að fara inn í séreign W til viðgerða í því skyni að koma í veg fyrir leka sem olli skemmdum í íbúð á hæð fyrir neðan. Talið var að þrátt fyrir að gler í gluggum og innri hluti gluggaumbúnaðar teldist til séreignar þá væri umræddur gluggabúnaður svo órjúfanlega tengdur sameign hússins að óhjákvæmilegt væri að H gæti ákveðið í tengslum við framkvæmdir við ytri gluggabúnað, sem teldist til sameignar, að skipta um gler og sinna nauðsynlegu viðhaldi til að koma í veg fyrir leka. Þá nægði samþykki einfalds meirihluta eigenda á löglega boðuðum húsfundi til þess að taka slíka ákvörðun. Var því fallist á kröfu H og W skylt að veita H óhindraðan aðgang að séreign sinni.

Dóminn í heild sinni má finna hér