Bítið á Bylgjunni - Samstarf Húseigendafélagsins og Leiguskjóls.

Bryndís Héðinsdóttir lögmaður Húseigendafélagsins og Vignir Már Lýðsson frá Leiguskjóli ræddu um húsaleigusamninga og ábyrgðartryggingar þeirra.  

Hægt er að smella hér og hlusta:

http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP46291

 

Það er hagur leigusala og leigutaka að vandað sé vel til verka við gerð leigusamnings. Mikilvægt er að leigusali leggi til grundvalla greinagóðan leigusamning í samræmi við Húsaleigulög. Það er í mörg horn að líta við gerð leigusamnings og til að einfalda leigusölum og leigutökum ferlið ákváðu Húseigendafélagði og Leiguskjól að efla til samstarfs í tengslum við leigusamningsgerð, ábyrgðatryggingu leigutaka og ástandslýsingu á leiguhúsnæði. Með samstarfinu eru góð vinnubrögð tryggð þar sem hagsmunum beggja aðila er gætt.

Mikilvægt er, bæði fyrir leigusala og leigutaka, að gerð sé ástandsskoðun á hinu leigða húsnæði í upphafi leigutíma. Það kemur í veg fyrir ágreining um ástand hins leigða, sem upp getur komið við lok leigusamnings og afhendingu húsnæðis. Kostnaðurinn við úttekt er skipt á milli leigutaka og leigusala og greiðir hvor um sig 9.450 kr. eða 18.900 kr. í heildina.


Kostnaður við leigusamningsgerðina er 34.600 kr. fyrir félagsmenn Húseigendafélagsins. Þeim sem hugnast að ganga að þessari þjónustu við leigusamningsgerð, ásamt tryggingu Leiguskjóls og úttekt geta gengið  í félagið og er þá árgjaldið innifalið í leigusamningsgerðinni.

Það er hagur leigutaka og leigusala að leigutakinn sé með ábyrgðartryggingu hjá Leiguskjóli. Leigusali er með tryggingu sem nemur a.m.k. þremur mánuðum fyrir vangoldinni leigu eða skemmdum á hinu leigða. Hagur leigutaka er sá að hann þarf ekki að leggja fram bankatryggingu sem reynist þung byrði fyrir marga, en þess í stað greiðir leigutaki Leiguskjóli þóknun mánaðarlega til að viðhalda ábyrgðinni.

Nánari upplýsingar um Leiguskjól má finna hér: http://leiguskjol.is/um-leiguskjol/