Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur nr. E-2597/2015 - Gististarfsemi í fjöleignarhúsi

Nýlega féll dómur þar sem niðustaðan var sú að óheimilt sé að reka skammtíma gististarfsemi í fjöleignarhúsi án samþykki allra eigenda þess.  

Húsfélagið 101 höfðaði mál gegn S og H eigendum þriggja íbúða í fjölbýlishúsi og krafðist þess að eigendunum yrði óheimilt að reka gististað í séreignum sínum án samþykki allra félagsmanna húsfélagsins. Starfsemi eigendanna fólst í útleigu íbúða sinna til ferðamanna til skamms tíma í senn, en stofnað hafði verið einkahlutafélag um reksturinn. Ágreiningur laut af því hvort í starfsemi eigendanna fælist breyting á hagnýtingu séreignar sem afla þyrfti samþykki annarra eigenda fjöleignarhússins sbr. 27. gr. laga um fjöleignarhús nr. 26/1994. Niðurstaða dómsins var að starfsemi sú sem stefndu ráku í íbúðum sínum hefði haft í för með sér mikið ónæði sem stafaði m.a. af auknum umgangi fólks að nóttu sem degi og skemmtanahalds. Þá þótti sýnt að skertir hefðu verið hagsmunir íbúa fjöleignarhússins til að fá notið eigna sinna í friði og án truflunar og í samræmi við það sem í upphafi var gert ráð fyrir og þau máttu reikna með.  Að mati dómsins var ótvírætt að með þeirri starfsemi sem stefndu ráku í íbúðum sínum hefði orðið breyting á hagnýtingu íbúðanna í fjöleignarhúsinu og því skuli starfsemin verið háð samþykki allra eigenda þess.

Dóminn í heild sinni má sjá hér