HÚSEIGENDAFÉLAGIÐ.

„Það er létt að gera rétt“

Lögfræðiþjónusta Húseigendafélagsins. Húseigendafélagið veitir félagsmönnum sínum sérhæfða og staðgóða lögfræðiþjónustu í málum sem varða húsaleigu, fjöleignarhús og fasteignakaup.

 

Húsfundaþjónusta Húseigendafélagsins er lögfræðileg aðstoð við húsfundi. Á húsfundum eru teknar ákvarðanir um mikla hagsmuni og umdeild mál. Þjónustan tryggir lögmæta fundi og löglegar ákvarðanir. Öryggisráðstöfun fyrir húsfélög sem vilja hafa allt á hreinu og fyrirbyggja skakkaföll og deilur.

 

Húsaleiguþjónusta Húseigendafélagins. Útleiga húsnæðis er áhættusöm ef ekki er farið varlega og rétt að. Húseigendafélagið aðstoðar félagsmenn við samningsgerð og veitir lögfræðilega ráðgjöf.. Við vanskil og vanefndir koma lögfræðingar félagsins til aðstoðar.