Aðalfundir húsfélaga

Nú stendur yfir tími aðalfunda í húsfélögum sem halda ber einu sinni á ári fyrir lok apríl. Þar eru teknar ákvarðanir um hagsmuni og þýðingarmikil mál sem hafa í för með sér miklar skuldbindingar og fjárútlát.  Það er forsenda fyrir lögmæti ákvörðunar og greiðsluskyldu eigenda að hún hafi verið tekin á fundi sem er löglega boðaður og haldinn. Húsfundur getur yfirleitt afgreitt mál með bindandi hætti án tillits til þess hversu margir sækja fund og yfirleitt dugir einfaldur meirihluti mættra fundarmanna til ákvarðana. Húsfundur hefur mikið vald og getur tekið mjög afdrifaríkar og íþyngjandi ákvarðanir sem binda eigendur og þess vegna eru í lögum gerðar ríkar kröfur til húsfunda.

Lesa Meira

Fundarboðun.

Það getur haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér sé húsfundur í fjöleignarhúsi ekki löglega boðaður og haldinn því ákvarðanir teknar á slíkum fundum geta verið ólögmætar og óskuldbindandi fyrir eigendur. Enn síður fullnægjandi eru munnleg samráð og ráðagerðir utan funda eða á óformlegum fundum. Hafa allmörg húsfélög logað í deilum og orðið fyrir skakkaföllum af þessum sökum. Því er mjög mikilvægt að vanda til fundarins.

Lesa Meira

Fundargerð og fundarritari

Undir umsjá og ábyrgð fundarstjóra skal rita í sérstaka fundargerðarbók meginatriði allra mála, sem teknar eru fyrir og allar ákvarðanir sem teknar eru og hvernig atkvæði hafa fallið.

Fundarritari sér um að rita í fundargerðarbók og því er mikilvægt að hann hafi góða rithönd og rithraða og kunni vel að greina á milli aðalatriða og aukaatriða.

Lesa Meira

Fundarstjórn á húsfundum.

Á húsfundum eru gjarnan teknar ákvarðanir um dýrar framkvæmdir og ráðstafanir, sem hafa í för með sér miklar skuldbindingar fyrir húsfélög og veruleg fjárútlát.  Það er forsenda fyrir lögmæti ákvörðunar um framkvæmdir og fyrir greiðsluskyldu eigenda, að ákvörðunin hafi verið tekin á húsfundi sem er rétt og löglega boðaður og haldinn. Það eru  mörg  dæmi um húsfélög og stjórnarmenn þeirra, sem hafa orðið fyrir tjóni og skakkaföllum vegna misbresta við undirbúning og framkvæmd húsfunda.  Mjög mikilvægt er að fundum sé stýrt af kunnáttu og röggsemi af fundarstjóra sem kann veit sínu viti í fundarsköpum og málefnum fjöleignarhúsa.  Lélegur fundarstjóri er oft verri en enginn.  Mistök  fundarstjóra draga oft vondan dilk á efir sér.  Sömuleiðis ef hann misfer, viljandi eða óviljandi , með vald sitt. 

Lesa Meira

Stjórn húsfélaga

og aðkeypt ráðgjöf og þjónusta.

Lesa Meira

Stjórnir húsfélaga.

Í fjöleignarhúsum með sjö eignarhlutum eða fleiri skal vera stjórn sem kjörin er á aðalfundi. Í minni fjöleignarhúsum er ekki skylt að hafa stjórn og halda eigendur þá saman um stjórnartauma. Stjórnin er að jafnaði skipuð þremur mönnum og er einn þeirra formaður.  Hér verður stuttlega gerð grein fyrir skyldum, heimildum, verkefnum og valdi stjórnar í húsfélagi.

Lesa Meira

Stund og staður húsfunda.

Aðalfundi húsfélaga skal halda ár hvert fyrir lok aprílmánaðar og þá ber að boða með minnst 8 daga fyrirvara. Almennir fundir eru haldnir eftir þörfum og skal boða þá með minnst 4 daga fyrirvara.  Í báðum tilvikum er 20 daga hámarks boðunarfrestur.  Rökin fyrir hámarkinu eru að hætt sé við að fólk gleymi fundum sem langt er í og það kunni slægir fundarboðendur að færa sér í nyt. Er hámarkið sett til að fyrirbyggja réttarspjöll vegna fundagleymsku. Annars eru ekki í fjöleignarhúsalögunum bein fyrirmæli um fundartíma og fundarstað en grunnsjónarmiðum og meginreglum þeirra verður hins vegar beitt þar um.

Lesa Meira

Utanaðkomandi fundarstjóri á húsfundum.

Á húsfundum eru teknar ákvarðanir um framkvæmdir og ráðstafanir, sem hafa í för með sér miklar skuldbindingar og fjárútlát fyrir húsfélög og eigendur. Það er forsenda fyrir lögmæti ákvörðunar og greiðsluskyldu að ákvörðunin hafi verið tekin á húsfundi sem er rétt og löglega boðaður og haldinn.  Mjög mikilvægt er að fundum sé stýrt af röggsömum fundarstjóra sem veit sínu viti í fundarsköpum og málefnum fjöleignarhúsa.  Fundarstjórinn er æðsti maður fundarins og túlkar lög og fundarsköp á fundinum og sker úr um vafatilvik.  Hann á að gæta fyllsta hlutleysis í  öllum störfum sínum og  verður að kunna mjög góð skil á fjöleignarhúsalögunum og almennum fundarsköpum. Meginhlutverk hans er að sjá um að fundur fari löglega fram og það er mikið undir honum komið hversu vel fundurinn starfar og hve miklum árangri hann nær. 

Lesa Meira

Stjórnir húsfélaga.

Stjórn óþörf í minni húsum.

Í fjöleignarhúsum sem hýsa sjö eignarhluta eða fleiri skal vera stjórn, kjörin  á aðalfundi með einföldum meirihluta bæði miða við fjölda og eignarhluta. Í minni fjöleignarhúsum er ekki skylt að hafa sérstaka stjórn og fara þá allir eigendur saman með það vald og þau verkefni sem stjórnin færi annars með.  Þá er einnig heimilt í slíkum fjöleignarhúsum að fela einum eiganda að einhverju leyti eða öllu verkefni stjórnar. 

Lesa Meira

Aðalfundir húsfélaga og framkvæmdir.

Allar ákvarðanir sem máli skipta í fjöleignarhúsum verður að taka á húsfundumÞað er forsenda fyrir lögmæti ákvörðunar að hún hafi verið tekin á fundi sem er löglega boðaður og haldinn.

Lesa Meira