Bílskúrshurðaskellir.

Það verður seint ofpredikað fyrir forsvarsmönnum húsfélaga að fylgja lögum í hvívetna og fara að hollum ráðum.  Ella getur illa farið eins og lesa í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. desember s.l. sem snerist um kostnað vegna endurnýjunar á bílskúrshurðum í stóru fjöleignarhúsi; hvort hann væri sameignlegur eða sérkostnaður bílskúrseigenda.  Húsfélagið tók þann bersýnilega ranga pól í hæðina að um sameiginlegan kostnað væri að tefla og skipti honum eftir hlutfallstölum á alla eigendur, líka á þá sem enga bílskúra áttu.  Þetta einfalda og augljósa mál vatt upp á sig og varð stórt og langdregið vegna þrákelkni stjórnar húsfélagins og ráðgjafa hennar.  

Lesa Meira

Húsfélög með allt á hreinu.

Undirbúningur og fjármögnun framkvæmda?
Fyrirspurnir hafa borist frá eigendum og stjórnarmönnum í fjöleignarhúsum sem eru að leggja drög að viðhaldsframkvæmdum á næsta ári. Spurt er:  
1)    Hvernig ber að undirbúa og taka ákvarðanir um framkvæmdir og  fjármögnun þeirra þannig að þær verði ekki vefengdar með tilheyrandi skakkaföllum og eftirmálum? 
2)    Hvað má stjórn  húsfélags gera á eigin spýtur?

Lesa Meira

Hver er greiðsluskyldur.

Skylda til greiðslu sameiginlegs kostnaðar í fjöleignarhúsi hvílir á þeim sem er eigandi eignar á hverjum tíma. Eigandi verður skyldugur til að greiða hlutdeild í sameiginlegum kostnað frá þeim tíma sem hann gerist eigandi. Því er mjög þýðingarmikið að ákvarða hvenær maður telst vera orðinn eigandi að eign.

Lesa Meira

Undirbúningur og fjármögnun framkvæmda í fjöleignarhúsum.

Fyrirspurnir hafa borist frá eigendum og stjórnarmönnum í fjöleignarhúsum sem eru að leggja drög að viðhaldsframkvæmdum á næsta ári. Spurt er:  
1)    Hvernig ber að standa að málum innan húsfélags  þannig að ekki verði vandræði, skakkaföll og eftirmál? 
2)    Hvernig á að undirbúa framkvæmdir og taka ákvarðanir um þær og  
       fjármögnun þeirra, m.ö.o. hvernig á að halda löglega húsfundi  svo 
       ákvarðanir verði ekki vefengdar?
3)    Hvað má stjórn  húsfélags gera á eigin spýtur?
      4)   Hvernig aðstoðar Húseigendafélagið húsfélög í framkvæmdahug?

Lesa Meira