Aðalfundir húsfélaga

Nú stendur yfir tími aðalfunda í húsfélögum sem halda ber einu sinni á ári fyrir lok apríl. Þar eru teknar ákvarðanir um hagsmuni og þýðingarmikil mál sem hafa í för með sér miklar skuldbindingar og fjárútlát.  Það er forsenda fyrir lögmæti ákvörðunar og greiðsluskyldu eigenda að hún hafi verið tekin á fundi sem er löglega boðaður og haldinn. Húsfundur getur yfirleitt afgreitt mál með bindandi hætti án tillits til þess hversu margir sækja fund og yfirleitt dugir einfaldur meirihluti mættra fundarmanna til ákvarðana. Húsfundur hefur mikið vald og getur tekið mjög afdrifaríkar og íþyngjandi ákvarðanir sem binda eigendur og þess vegna eru í lögum gerðar ríkar kröfur til húsfunda.

Lesa Meira

Fundarstjórn á húsfundum.

Á húsfundum eru gjarnan teknar ákvarðanir um dýrar framkvæmdir og ráðstafanir, sem hafa í för með sér miklar skuldbindingar fyrir húsfélög og veruleg fjárútlát.  Það er forsenda fyrir lögmæti ákvörðunar um framkvæmdir og fyrir greiðsluskyldu eigenda, að ákvörðunin hafi verið tekin á húsfundi sem er rétt og löglega boðaður og haldinn. Það eru  mörg  dæmi um húsfélög og stjórnarmenn þeirra, sem hafa orðið fyrir tjóni og skakkaföllum vegna misbresta við undirbúning og framkvæmd húsfunda.  Mjög mikilvægt er að fundum sé stýrt af kunnáttu og röggsemi af fundarstjóra sem kann veit sínu viti í fundarsköpum og málefnum fjöleignarhúsa.  Lélegur fundarstjóri er oft verri en enginn.  Mistök  fundarstjóra draga oft vondan dilk á efir sér.  Sömuleiðis ef hann misfer, viljandi eða óviljandi , með vald sitt. 

Lesa Meira

Aðalfundir húsfélaga og framkvæmdir.

Allar ákvarðanir sem máli skipta í fjöleignarhúsum verður að taka á húsfundumÞað er forsenda fyrir lögmæti ákvörðunar að hún hafi verið tekin á fundi sem er löglega boðaður og haldinn.

Lesa Meira