Húsaleiga.

Húseigendafélagið hefur í tæp 90 ár gætt hagsmuna leigusala og stuðlað að auknu öryggi og heilbrigðum viðskiptum og leigumarkaði og barist fyrir réttarbótum á því sviði. Félagið gerir leigusamninga og veitir ráðgjöf í leigumálum. Þá veitir félagið liðsinni þegar vanefndir verða en leiguvanskil hafa aukist upp á síðkastið.  
Lögin og réttarstaða aðila.
Þó húsaleigulögin séu lögin séu ágæt í beggja garð þá geta aðilar engu að síður ratað í hremmingar þegar í hlut eiga gagnaðilar sem hirða lítt um skyldur sínar. Þótt lagaleg staða aðila sé góð þá kostar það yfirleitt tíma, fyrirhöfn og fjárútlát að rétta hlut hans. Oft ana leigusalar áfram á grundvelli vanþekkingar og ranghugmynda um rétt sinn og gera illt verra. Báðir aðilar eru hvattir til  að kynna sér lögin vel  og vanda undirbúning og samninsgerðina. Með góðum undirbúningi og varkárni má girða fyrir dýr, tímafrek og erfið eftirmál. Fyrirhyggja, varúð og vöndun í upphafi er lykilinn að góðum og hnökralausum leiguviðskiptum og ánægjulegum samskipum aðila.

Lesa Meira

Heilræði til leigusala!!!

HEILRÆÐI TIL LEIGUSALA!!!

Lesa Meira

Húsaleigumolar.

Fyrirframgreiðsla. Tryggingarfé. Sala. Vanskil. Riftun. Útburðarmál.

Lesa Meira

Húsaleigusamningar.

Húsaleigulögin gilda bæði um íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði. Lögin eru almennt ófrávíkjanleg hvað varðar réttindi og skyldur leigjanda og frelsi aðila húsaleigusamnings til að semja sig undan lögunum, getur verið ýmsum takmörkunum háð. 

Lesa Meira

Uppsögn leigusamnings

Húsaleigulög gilda um leigusamninga um afnot af húsi eða hluta af húsi gegn endurgjaldi hvort sem um er að ræða íbúðarhúsnæði eða atvinnuhúsnæði. 
Hér verður farið fáum orðum um uppsagnarfresti og hvernig standa beri að uppsögn leigusamninga.

Lesa Meira

Vanskil á húsaleigu

Greiðsla húsaleigu á réttum tíma er auðvita aðalskyldan sem hvílir á leigjanda samkvæmt húsaleigusamningi.  Greiði hann ekki umsamda leigufjárhæð á réttum tíma getur það haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir hann.  En vanskil geta líka valdið leigusala ýmsum óþægindum og í sumum tilvikum fjárhagslegu tjóni.  Það á því að vera kappsmál leigusala að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að draga úr hættunni á að leiguvanskil valdi honum búsifjum.  Það getur leigusali gert bæði í upphafi, þegar til stendur að leigja út húsnæðið og eftir að vanskil verða.

Lesa Meira

Þegar fjölgar í húsi

Í þeirri þenslu sem hefur verið á fasteignamarkaði og þeirri miklu aukningu erlends vinnuafls hér á landi á fáum árum hefur það komið fyrir í einhverjum tilvikum að húsnæði er gjörnýtt til búsetu ef svo má segja.  Í sumum tilvikum hefur húsnæði verið skipt upp í minni einingar og síðan leigt út en í öðrum tilvikum hefur fjöldi íbúa í einni íbúð farið langt yfir það sem venjulegt má telja tíðkist um íbúðir að sambærileg stærð og gerð.

Lesa Meira