Helstu skyldur eigenda fjöleignarhúss

Réttindum og skyldum eigenda í fjöleignarhúsi verður að mörgu leyti jafnað við rétt annarra fasteignareigenda.  Að öðru leyti hvíla sérstakar takmarkanir á réttindum og ákveðnar skyldur á eigendum fjöleignarhúsa sem segja má að rekja megi til þess tillits sem gera verður til annarra eigenda hússins.  Sú staðreynd að eignarhluti í fjöleignarhúsi er ætíð aðeins hluti af stærri heild eignarhluta, sem saman mynda fjöleignarhúsið og þar af leiðandi hið mikla nábýli er skapast milli eigenda, leiðir til sérstakra takmarkana á eignarráðum.  Þá hefur sá nauðsynlegi félagsskapur sem eigendur verða að hafa með sér um sameign fjöleignarhússins það augljóslega í för með sér að réttarstaða eiganda þar verður ekki jafnað saman við stöðu eiganda einbýlishús.
Skyldur þessar eru margvíslegar og byggjast á lögunum um fjöleignarhús, húsreglum, reglum nábýlisréttar og almennum samskiptareglum. Skal hér gerð stuttlega grein fyrir helstu skyldum sem hvíla á eiganda í fjöleignarhúsi og byggjast á fjöleignarhúsalögunum.

Lesa Meira

Hver er greiðsluskyldur.

Skylda til greiðslu sameiginlegs kostnaðar í fjöleignarhúsi hvílir á þeim sem er eigandi eignar á hverjum tíma. Eigandi verður skyldugur til að greiða hlutdeild í sameiginlegum kostnað frá þeim tíma sem hann gerist eigandi. Því er mjög þýðingarmikið að ákvarða hvenær maður telst vera orðinn eigandi að eign.

Lesa Meira

“Latur var hann þegar hann gat”

Um verkskyldur íbúðareigenda.

Lesa Meira

Verkskyldur og greiðsluskylda.

Að þessu sinni er umfjöllunarefnið verkskyldur sem hvíla á íbúðareigendum í fjöleignarhúsum og greiðsluskylda á hlutdeild í sameiginlegum kostnaði en fyrirspurnir hafa borist DV um þessi atriði. 

Lesa Meira