Jafnskiptur kostnaður

Í fjöleignarhúsalögunum eru reglur um skiptingu kostnaðar í fjölbýlishúsum og eru þær reglur eitt mikilvægasta atriðið í samskiptum eiganda í fjölbýli.  Það er meginregla að sameiginlegur kostnaður í fjöleignarhúsum skiptist almennt á eigendur eftir hlutfallstölum eignarhluta í viðkomandi sameign.  Það er því hlutfallstala séreignar sem segir til um hve stóran hluta af sameiginlegum kostnaði eigandi hennar á að bera.

Lesa Meira

Kostnaðarskipting í fjöleignarhúsum.

Fjöleignarhús.
Fjöleignarhús eru hús sem skiptast í séreignir í eigu fleiri en eins aðila og í sameign allra eða sumra. Þau geta verið mjög mismunandi að stærð eðli og gerð. Fjöleignarhús geta verið fjölbýlishús með íbúðum eingöngu, blandað húsnæði og húsnæði til annars en íbúðar. Fjöleignarhús geta verið frá tvíbýlishúsum upp í stórhýsi með tugum og jafnvel hundruðum eignarhluta.

Lesa Meira